10 bestu / Mundi, Víkings tattoo S8 E1
Asgeir Lie - Podcast - Ein Podcast von Asgeir Olafsson Lie
Kategorien:
Mundi hefur átt viðburðarríka ævi og segir okkur allt frá því hvernig var að alast upp á Selfossi, ekki vinamargur og undir miklu einelti. Hann er lesblindur og það bitnaði á skólagöngu hans verulega. Hann átti sinn besta vin, pabba sinn sem lést 2017. Þeir áttu einstakt samband saman. Mundi hefur farið víða, allt niður í undirheima Reykjavíkur. Hann hefur náð að byggja sig upp og á nú hana Margréti sína og Ásrúnu dóttur sína sem hann lifir fyrir. Þau reka Víkings tattoo á Akureyri og þar er fjör og mikið að gera alla daga. Tveggja mánaða bið er eftir því að komast í stólinn hjá þessum mikla listamanni sem kemur erfiðri ævi sinni vel frá sér í þessari ótrúlegri frásögn. Takk Mundi fyrir þetta og takk fyrir að hlusta á 10 bestu!