10 bestu / Herborg Rut Geirsdóttir, landsliðskona og leikmaður Ljungby í íshokkí S4 E5
Asgeir Lie - Podcast - Ein Podcast von Asgeir Olafsson Lie
Kategorien:
Herborg Rut mætti með sín 10 uppáhaldslög. Það er frábært að fá í sett til sín unga konu sem er svona opin fyrir tilfinningum og öllu sem viðkemur henni. Henni er nokk sama um almenningsálitið í dag en var það ekki alltaf. Hún hefur þurft að leggja mikið á sig til að komast þangað sem hún er komin í dag meðal annars með hjálp sérfræðinga. Hún flutti til Noregs sem lítil stelpa og hefur kynnst mörgum góðum vinum þar en hún segist vera mikill Akureyringur. Eftir að hún flutti til Svíþjóðar hefur líf hennar heldur betur breyst. Hún fékk covid og segir okkur hvernig það er að upplifa það og eftirköstin sem því fylgir nú rúmlega árið síðar . Hún er enn að díla við það. Frábært spjall við unga konu á uppleið í lífinu. Þetta viðtal er skylduáhlustun fyrir fólk sem langar að verða betri í íþróttinni sem þeir stunda eða ná einfaldlega betri tökum á lífinu aftur eftir erfitt covid tímabil.