10 bestu / Ægir Örn Leifsson - hjá THULU S10 E2

Asgeir Lie - Podcast - Ein Podcast von Asgeir Olafsson Lie

Kategorien:

Ægir kom og sagði okkur allt frá þessu spennandi, frábæra og ört vaxandi fyrirtæki sínu Þulu. Af hverju verslar heilbrigðiskerfið í Noregi við fyrirtæki staðsett á Norður Íslandi? Hvað þykir honum gaman að gera og dunda sér við? Hann er giftur Dagnýju sinni og eiga þau saman 3 börn. Hann ólst upp á brekkunni og stundaði hann íþróttir eitthvað frameftir en hætti snemma og fann fjölina aftur í hlaupum, skíðum og allri útivist. Alveg hreint frábært spjall við mann sem er á jörðinni og tekur lífinu með jafnaðargeði þrátt fyrir að vera að reka risastórt fyrirtæki. Bestu þakkir Ægir fyrir að mæta í 10 bestu!