10 bestu / Eva Hrund Einarsdóttir S6 E9

Asgeir Lie - Podcast - Ein Podcast von Asgeir Olafsson Lie

Kategorien:

Eva tekur við keflinu þann 1 mai nk sem framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. (MAk). Hún á stóran vinahóp sem hittist reglulega og þá syngur hún alltaf sama lagið sem er hennar lag.  10 laga lístinn hennar er á víð og dreif í stefnum og segist hún vera alæta á tónlist. Hún spilaði á fiðlu lengi sem smíðuð var í Póllandi og tókst að spila með Sinfóníuhljómsveitinni og Kammer. Nú sest hún í hásætið þar þann 1. mai.   Eva hefur setir í bæjarstjórn sl 8 ár og ýmsum nefndum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Henni þykir erfitt að kveðja þetta starf og útilokar ekki að hún komi til baka í pólitík í einhverju formi síðar. Spennandi tímar eru framundan. Hún ætlar að að fara að elda meira og taka þá hitann af Árna eiginmanni sínum til tuttugu ára í eldhúsinu.  Virkilega gott spjall við konu sem segist ekki alveg vera búin að ákveða hvað hún ætli að verða þegar hún er orðin stór. Takk fyrir að hlusta!