10 bestu / Eiki Helgason, Braggaparkið - S3 E2
Asgeir Lie - Podcast - Ein Podcast von Asgeir Olafsson Lie
Kategorien:
Eiki kom og sagði okkur hvernig þetta allt byrjaði. Við spiluðum meira að segja brot úr ótútgefinni tónlist sem hann hefur verið að dunda sér við að semja og hefur ekki heyrst áður opinberlega. Hann sagði okkur frá X-Games, Monaco fjörinu og hvernig það er fyrir tvo bræður úr sveitinni að tækla þennan risastóra heim. Eiki gerði nýjan atvinnumannasamning núna 33 ára gamall og hann rekur nokkur fyrirtæki og þau nýjustu eru Brettaparkið og www.birtacbd.is sem hann á og rekur meðal annars með Emmsjé Gauta og fleirum. Eiki gerði vel og bauð hann hlustendum 10 bestu afslátt allan marsmánuð 2021 af vörum sínum. Eiki þolir ekki stress og er drengur góður í alla staði. Það margborgar sig að hlusta á þennan þátt.