Tónlist og sjálfstæðisbarátta Grænlands, Þetta er Laddi/rýni

Víðsjá - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:

Fyrir ofan Nuuk stendur stytta af trúboðanum Hanse Egede, en koma hans til Vestur-Grænlands árið 1721 markar upphaf nýlendutímans í sögu landsins. Styttan hefur margsinnis verið skemmd, hausinn jafnvel fengið að fjúka og á hana krotað; DECOLONIZE. Við skoðum samvirkni grænlensku sjálfstæðisbaráttunnar og tónlistarsögu landsins í þætti dagsins. Nína Hjálmarsdóttir rýnir líka í leiksýninguna Þetta er Laddi, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi, og Halla leitar að meðmælum fyrir menningarefni hjá starfsfólki verslana í Kringlunni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir