Svipmynd - Janus Bragi Jakobsson
Víðsjá - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:
Janus Bragi er íslenskur heimildarmyndagerðarmaður. Hann útskrifaðist sem leikstjóri frá danska kvikmyndaskólanum árið 2009 og hefur síðan þá framleitt, stýrt og klippt heimildarmyndir fyrir sjónvarp og bíó, sömuleiðis gert auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann hefur kennt heimildarmyndagerð við Kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands, sem og verið stjórnandi Skjaldborgar, hátíð íslenskra heimildamynda sem haldin er ár hvert á Patreksfirði. Janus lauk nýverið við gerð heimildamyndarinnar Paradís amatörsins. Myndin byggir á efni frá fjórum mönnum af mismunandi kynslóðum sem eiga það allir sameiginlegt að hafa deilt persónulegum fjölskylduvídeóum eða myndböndum úr eigin lífi á YouTube. Í myndinni fylgir Janus mönnunum eftir og rýnir í hvernig þeir, með deilingu eigins myndefnis, spegla það sem skiptir mestu máli í lífinu. Janus Bragi er gestur svipmyndar í dag. Anna Gyða Sigurgísladóttir stýrir umfjöllun.