Innlyksa, plötuverslanadagurinn og Rammana
Víðsjá - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:
Í Víðsjá dagsins setjumst við niður með höfundum smásagnasafnsins Innlyksa, þeim Rebekku Sif Stefánsdóttur, Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur og Sjöfn Asare og veltum þessu athyglisverða bókmenntaverki fyrir okkur. Við leggjum leið okkar niður í plötubúð miðbæ Reykjavíkur og hugum að plötuverslanadeginum með Jóhanni Ágústi Jóhannssyni plötusala. Síðan kynnum við okkur plötuna Rammana úr smiðju tælensku tónlistarkonunnar Salin.