Huldukona Fríðu Ísberg, myndlistarrýni Rögnu Sigurðar og Lausaletur/rýni

Víðsjá - Ein Podcast von RÚV

Podcast artwork

Kategorien:

Rithöfundurinn Fríða Ísberg segir útgangspunkt skáldsögunnar Huldukonunnar hafa verið klisjan og að fjörðurinn, 20.öldin, sveitarómantíkin og hið eilífa sumar hafi svo komið í eðlilegu framhaldi. En tilfinningin um klisjuna átti þó eftir að umbreytast í sköpunarferlinu og rannsóknin hafi breyst í mikla glímu, ekki síst vegna innbyggðra fordóma Fríðu sjálfrar gagnvart því hvað alvöru bókmenntir eru. Við ræðum við Fríðu í þætti dagsins um Huldukonuna, sem nýverið hreppti verðlaun bóksala sem besta skáldsaga ársins. Einnig heyrum við rýni Rögnu Sigurðardóttur í tvær sýningar í Marshallhúsinu, samsýningu 9 ungra listamanna í Kling og Bang, Frásögnin er dregin í hlé, og sýningu Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Gallerí Þulu, Í hringiðu alls. En við hefjum þáttinn á bókarýni, Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Lausaletur Þórdísar Helgadóttur.