Annars flokks æðardúnn, kirkjugarður í París, Exotica tónlistarstefnan
Víðsjá - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:
Í Ásmundarsal varpar hönnunarteymið Erindrekar ljósi á notagildi og gæði annarsflokks æðardúns. Íslenski æðardúnninn er fyrir löngu orðin þekktur sem hágæða vara víða um heim en nú vilja ungir hönnuðir, sem einnig eru æðarbændur á Skálanesi í Seyðisfirði, nýta það sem fellur frá við hreinsun á fyrsta flokks æðardúni. Við hittum hönnuðinn og æðarbóndann Signýju Jónsdóttur á sýningunni. Þorleifur Sigurlásson segir frá tónlistarstefnunni Exotica sem dregur nafn sitt af plötu eftir bandaríska tónlistarmanninn Martin Denny og einkennist af píanóleik, slagverki og fuglaköllum. Við heimsækjum einnig kirkjugarð í París í þætti dagsins.