Andrými Jónu Hlífar, Svarthol Tunglsins og heimspekihugleiðing Freyju Þórsdóttur
Víðsjá - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:
„Ég held að líf okkar sé á mörgum tíðnisviðum. Það er einhver tíðni sem ljóðið tilheyrir þar sem ekkert annað er. Ef maður sinnir ekki þessari tíðni verður lífið fátækara og leiðinlegra," segir Ragnar Helgi Ólafsson, en þeir Dagur Hjartarson hafa síðustu tólf ár staðið fyrir ýmsum gjörningum, viðburðum og útgáfu undir formerkjum Tunglsins. Félgarnir koma við í hljóðstofu í Víðsjá dagsins, segja okkur frá nýrri ritröð ljóðaþýðinga sem þeir kalla Svarthol og velta fyrir sér tilvist ljóðsins. Við lítum líka við á einkasýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Alverund, í Hafnarborg, og heyrum heimspekihugleiðingu Freyju Þórsdóttur, sem að þessu sinni veltir fyrir sér hverfulleika, varanleika, minni og meðvitund.