Halla Gunnarsdóttir, Þorfinnur Ómarsson og Jakob Bjarnar Grétarsson

Vikulokin - Ein Podcast von RÚV - Samstags

Gestir Vikulokanna eru Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR og fyrrum formaður stefnumótunar hjá breska Kvennalistanum, Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, og Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi hjá OECD í París. Þau ræddu meðal annars úrslit bresku þingkosninganna, frönsku þingkosningarnar, fjöldauppsagnir á Akranesi og erfiðleika stjórnvalda við að ná böndum á fjárhættuspil og veðmálasíður. Umsjónarmaður: Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason.