Á bakvið fréttirnar #1: Stórveldi sársaukans
Heimildin - Hlaðvörp - Ein Podcast von Heimildin
Kategorien:
Helgi Seljan ræðir við blaðamenn Stundarinnar um efni nýjasta tölublaðsins. Í forsíðuumfjölluninni er meðal annars sagt frá því að íslenska lyfjafyrirtækið Actavis seldi 32 milljarða taflna, eða þriðjung allra morfínlyfja í Bandaríkjunum 2006 til 2012, á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann.