Viktor Traustason og almyrkvi á Íslandi 2026

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Það verður almyrkvi á vesturhluta landsins miðvikudaginn 12. ágúst 2026. Þótt það sé enn langt í þennan atburð eru erlendir ferðamenn þegar farnir að sýna því áhuga að koma til landsins. Látrabjarg gæti orðið vinsælasti staðurinn þar sem almyrkvinn stendur hvað lengst. Fjallað verður um þetta í Speglinum og meðal annars rætt við Sævar Helga Bragason. Fyrst verður hins vegar rætt við Viktor Traustason, einn þeirra tólf, sem eru í framboði til forseta Íslands. Hann setur þrjár reglur á oddinn í framboði sínu og ætlar að fylgjar þeim en ekki eigin geðþótta.