Úrhelli fyrir austan, kynferðisafbrot, Trump ákærður eftir helgi
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Spegillinn 31. mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Um 300 manns fá ekki að fara heim til sín í nótt vegan rýminga á Austfjörðum. Á bilinu 70-80 snjóflóð hafa fallið þar síðustu daga. Mikil úrkoma hefur verið og spáð er rigningu fram yfir hádegi á morgun. Ásta Hlín Magnúsdóttir sgði frá og talaði við Minney Siguðardóttur ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni. Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Brynjari Joensen Creed, rúmlega fimmtugum karlmanni, fyrir gróf kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri. Bæturnar til þeirra voru jafnframt hækkaðar. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Tvö tilfelli hafa komið upp í sumarbúðum fatlaðra í Reykjadal, þar sem efast er um að öryggi skjólstæðinga hafi verið tryggt. Stella Sverrisdóttir, móðir fatlaðrar stúlku, er ósátt við forsvarsmenn búðanna eftir að grunur kviknaði um að dóttir hennar hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Valur Grettisson ræddi við hana. Kjaraviðræður Kennarasambands Íslands og Samtaka íslenskra sveitarfélaga standa enn yfir. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að samflot með BSRB og BHM hafi gengið vel hvað varðar sameiginlega hagsmuni opinberra starfsmanna, en nokkrir þættir standi út af. Alma Ómarsdóttir talaði við hann. Ár er í dag frá því að Rússar hörfuðu frá bænum Bucha í Úkraínu. Þeir unnu þar hrikaleg grimmdarverk gegn íbúunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá. Donald Trump verður birt ákæra í New York á þriðjudag, fyrstum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Síðasta tölublað Fréttablaðsins kom út í morgun eftir 22 ára útgáfu. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Valgerði A. Jóhannsdóttur lektor um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Tollvernd og upprunamerkingar matvæla voru efstar á baugi meðal fulltrúa bænda sem ræddu stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu nýafstöðnu á Búnaðarþingi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands.