Réttindagæsla fatlaðra um mál Yazans Tamimi og læsisþjálfun
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Áfram ríkir talsverð óvissa um hver örlög hins ellefu ára gamla Yazans Tamimi frá Palestínu verða. Til stóð að fljúga með hann og foreldra hans til Spánar í gærmorgun en brottflutningi þeirra var frestað eftir að dómsmálaráðherra barst beiðni þar um frá félagsmálaráðherra. Málið var síðan rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem ráðherrarnir gáfu óljós svör um næstu skref. Á laugardag færist ábyrgð á máli Yazans alfarið yfir á Ísland og ekki verður lengur hægt að senda hann til Spánar. Yfirlögfræðingur réttindagæslu fatlaðs fólks gagnrýnir verklag lögreglu þegar átti að flytja Yazan úr landi. Læsi er það stór þáttur í lífi hvers einstaklings að nái börn ekki tökum á lestri getur það haft áhrif á allt þeirra líf. Sérfræðingar hjá Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri segja því nauðsynlegt að viðhalda læsisþjálfun í eldri árgöngum grunnskóla og jafnvel lengur. Þá sé fjölgun nemenda með annað tungumál en íslensku mikil áskorun og dæmi um grunnskóla þar sem allt að helmingur nemenda eru tvítyngdir.