NOVIS í vanda, strandveiðar í uppnámi, flóttafólk og hamfarahlýnun
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Spegillinn 8. júní 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Hermannsdóttir Um fimm þúsund og sex hundruð Íslendingar eru með samning við vátryggingafélagið NOVIS í Slóvakíu. Farið verður fram á það fyrir slóvenskum dómstólum að félaginu verði skipuð slitastjórn. Benedikt Sigurðsson segir frá. Kunnugleg staða er komin upp í strandveiðum og útlit fyrir að leyfilegur heildarafli dugi ekki til að ljúka tímabilinu. Ágúst Ólafsson ræddi við Örn Pálsson, talsmann smábátaeigenda. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra sambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ segir af og frá að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir mikilli verðbólgu og vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna. Börn í Brúarásskóla sem töpuðu næstum 700 þúsund króna ferðasjóði þegar Niceair hætti starfsemi fengu óvænta styrki og skaðann bættan að mestu. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Ásgrím Inga Arngrímsson skólasatjóra. --- Reynt er til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildaríkja ESB í Luxemborg. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram ganga út á að öll ESB ríkin séu skyldug til að leggja sitt af mörkum, en að einstök ríki geti keypt sig frá því að taka á móti flóttafólki. Svíar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði ESB, hafa lagt mikla áherslu á að komast að niðurstöðu í dag, en málið er umdeild og samningum um það var ekki lokið þegar ráðherrafundurinn hófst í morgun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og formaður Félags lækna gegn umhverfisvá, segir yfirstandandi hlýnun Jarðar af mannavöldum - það sé vísindaleg staðreynd sem ekki þurfi að ræða frekar. Þess í stað þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða, ef forða eigi mannkyninu frá mestu hörmungum sem yfir það hafa dunið. Í grein sinni á vef Landverndar segir hann það álit margra lækna að ef lífríki Jarðar væri sjúklingur yrði hann metinn í bráðri lífshættu, myndi þurfa róttækar aðgerðir með innlögn á gjörgæslu í afeitrun og kröftuga meðferð. En í hverju ætti sú meðferð að felast? Viðvörun vegna loftmengunar er í gildi í tuttugu ríkjum í Bandaríkjunum, allt frá Missouri í vestri til Massachusetts í austri og Virginíu í suðri. Hún hefur í dag verið einna svæsnust í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Menguninni valda hundruð gróður- og skógarelda í Kanada,