Netárásir, Úkraína, bensínverð, samgönguáætlun og málaferli dómara
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Spegillinn 13. júní 2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar Certis telur líklegt að lokun sendiráðs Íslands í Moskvu sé ein ástæða þess að netárásir voru gerðar á opinbera stjórnsýslu og Alþingi í dag. Rætt við Guðmund og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innviðaráðherra. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Dana segir mikilvægt að loka ekki á samskipti við Rússa, þó stríðsrekstur þeirra í Úkraínu sé óforsvaranlegur. Mikilvægt sé að norrænu löndin standi saman. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 40 prósent á tólf mánuðum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að lækkunin skili sér ekki að fullu til íslenskra neytenda. Benedikt Sigurðsson ræddi við Runólf Ólafsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að nýlegar lagabreytingar sem heimila stærri fiskiskipum að veiða nær landi en áður geti haft neikvæð áhrif á hrygningarslóðir þorsks. Höskuldur Kári Schram ræddi við Örn. Laxveiðisumarið fer vel af stað og veiðileyfi í bestu laxveiðiánum eru uppseld. Ágúst Ólafsson ræddi við Jón Helga Björnsson, formann Landssambands veiðifélaga, sem er ánægður með upphafsdagana. --------- Minnst ein jarðgöng verða ávallt í byggingu næstu áratugi, gangi samgönguáætlun eftir, þar á meðal ný Hvalfjarðargöng, göng undir Öxnadalsheiði og átta göng önnur. Byggja á flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og ljúka við stækkun flugstöðvar á Akureyri. Þá á að útrýma einbreiðum brúm á helstu vegum á næstu 15 árum, en þær eru 80. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun, Ragnhildur Thorlacius tók saman. Fæðuöryggi er stefnt í hættu og heimsmarkaðsverð á matvælum á eftir að hækka vegna stíflunnar sem eyðilagðist í Úkraínu í síðustu viku, að mati sérfræðings Sameinuðu þjóðanna. Ásgeir Tómasson fjallar um málið. Fjársýsla ríkisins tilkynnti í fyrra að launahækkun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna hefði verið meiri en efni stóðu til, þar sem stuðst hafi verið við rangt viðmið er hún var reiknuð út. Fjársýslan ákvað þá að lækka laun þessa hóps, afturvirkt, sem nam reikningsskekkjunni. Dómarar eru ósáttir við þetta. Einn þeirra fór í mál við ríkið með stuðningi Dómarafélagsins og því eru allir dómarar vanhæfir til að dæma í málinu. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Kristbjörgu Stephensen, formann Dómarafélags Íslands, um þessa óvenjulegu st