Kynsjúkdómar og flóðhestar á fljúgandi ferð

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Sýklalyf höfðu nánast útrýmt kynsjúkdómum eins og lekanda og sárasótt hérlendis en á síðustu árum hafa þeir færst mjög í aukana. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, yfirlækni hjá Landlæknisembættinu. Fljúgandi skeið eða harðastökk er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður sér myndir af flóðhestum, enda flóðhestar með þyngstu og þunglamalegstu skepnum sem ganga þessa Jörð - nema maður sé prófessor í þróunar-lífaflfræði við Konunglega dýralækningaháskólann í Lundúnum auðvitað, eins og hann John Hutchinson er. Hann og teymi hans komust að því að flóðhestar eru á lofti allt að 15% þess tíma sem þeir eru á harðasta sprettinum. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon