Kosningar til Evrópuþings og akstur undir áhrifum slævandi lyfja

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Rúmlega helmingur af þeim 360 milljónum Evrópusambandsbúa sem voru á kjörskrá neyttu atkvæðisréttar síns og kusu í Evrópuþingskosningunum. Helsta niðurstaðan er sú að flokkar sem skipa sér nálægt miðju og til hægri við hana fengu mest fylgi en þjóðernissinnaðir hægriflokkar styrktu stöðu sína, mest í Frakklandi þar sem flokkur forsætisráðherrans galt afhroð. Hann hefur boðað til þingkosninga eftir nokkrar vikur og þykir djarflega teflt. 44% fleiri ökumenn voru stöðvaðir í fyrra en árið á undan vegna gruns um að vera undir áhrifum örvandi eða deyfandi lyfja. Þetta sýna tölur sem ríkislögreglustjóri tók saman fyrir Spegilinn. Á meðan hefur fjöldi þeirra sem teknir eru undir áhrifum ávana- og fíkniefna nánast staðið í stað - tölurnar eru samt sem áður ískyggilega háar - nærri sautján hundruð á síðasta ári. Ríkissaksóknari flytur á næstu dögum mál fyrir Hæstarétti þar sem tekist verður á um harðari refsingar fyrir akstur undir áhrifum slævandi lyfja.