Kappræður Trump og Harris, ferðasumarið á Norðurlandi
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Fyrstu - og mögulega einu - kappræður Donalds Trumps og Kamölu Harris fóru fram í nótt. Eins og við var búist voru stóru orðin hvergi spöruð, ásakanir gengu á víxl, þar á meðal um lygar og blekkingar, og töluvert var um persónuárásir - en málefnin fengu líka sitt pláss. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Benedikt Jóhannesson ræða kappræðurnar við Ævar Örn Jósepsson. Tuttugu til þrjátíu prósent færri erlendir ferðamenn gistu á Norðurlandi í sumar en áætlað var og munar þar mest um afbókanir ferðaskrifstofa á stórum hópum. Ferðamenn á eigin vegum skiluðu sér hinsvegar vel þó það nái ekki að vega að fullu upp afbókanir. Miklar vonir eru bundnar við að aukið flug erlendra flugfélaga til Akureyrar yfir veturinn minnki árstíðasveiflur í ferðaþjónustunni. Ágúst Ólafsson ræðir við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon