Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi, utanríkisráðherra í Georgíu og áhyggjur Norðmanna af eignarhaldi Fagurfjarðar á Svalbarða
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
15. maí 2024 Spegillinn hefur tekið og birt viðtöl við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og mun gera það áfram. Að þessu sinni ræðir Freyr Gígja Gunnarsson við Höllu Tómasdóttur. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð er í opinberri heimsókn í Tiblisi í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litáens. Tilgangurinn er að styðja georgísku þjóðina í viðleitni sinni til að auka samstarf við Evrópuríki, jafnt innan ESB sem utan. Tilefnið er ekki síst umdeild lagasetning um fjármögnun fjölmiðla og félagasamtaka, sem talin er grafa undan lýðræðinu og hefta tjáningar-, fjölmiðla- og félagafrelsi í landinu, fram úr hófi. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við Þórdísi. Norðmenn eru í öngum sínum vegna þess að óvinveitt ríki gætu klófest síðasta fjörðinn sem enn er í einkaeigu á Svalbarða. Núna fer dularfull kona af rússneskum uppruna með forræði yfir landinu við fjörðinn og getur valið úr kaupendum. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred