Gallað námslánakerfi, viðbrögð við PISA, flóð í Queensland

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

18, desember 2023 Í nýútkominni skýrslu um Menntasjóð námsmanna kemur fram að lög sem sett voru um sjóðinn fyrir þremur árum hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á námslánkerfinu. Sumar þeirra hafi komið námsmönnum vel, en aðrar síður, og nauðsynlegt að breyta lögunum til að markmið þeirra um að jafna tækifæri fólks til náms náist. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Rakel Önnu Coulter, forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ekkert er vitað með vissu um hvort símanotkun, samskiptamiðlar, eða breytt barnæska frá því sem áður var eigi þátt í slakara gengi nemenda á PISA. Á þetta bendir Atli Harðarson prófessor á menntavísindasviði sem varar við því að haupið verði upp til handa og fóta til að gera breytingar á menntakerfinu vegna útkomu íslenskra nemenda í PISA. Ragnhildur THorlacius ræðir við Atla. Þúsundir íbúa Queensland í norðausturhluta Ástralíu hafa orðið að flýja að heiman vegna gríðarlegrar rigningar síðustu dægrin. Sums staðar hefur rignt meira á einum sólarhring en í meðalári. Þeir sem eru á ferð utan dyra þurfa að hafa varann á vegna krókódíla á sundi. Ásgeir Tómasson segir frá.