Farsóttir og bólusetningar, kosningar í Bretlandi
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Dræm þátttaka eldra fólks í covid- og flensubólusetningum er áhyggjuefni. Hún jókst í faraldrinum en hefur fallið aftur og er komin undir 50%. Barnabólusetningar, til dæmis við mislingum, eru líka nokkuð undir viðmiðum sóttvarnalæknis. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, yfirlækni á sóttvarnasviði landlæknis. Sinn er siður í landi hverju, segir máltækið, og það á líka við um kosningar, þar á meðal um það, á hvaða vikudegi þær eru haldnar. Bretar kjósa jafnan á fimmtudögum - Ævar Örn Jósepsson rýnir í mögulegar ástæður þeirrar hefðar.