Bætir í verkföll Eflingar og vinnuréttarsérfræðingur
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Spegillinn 14. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Verkfall Eflingarstarfsmanna, sem hefst að óbreyttu á morgun, gæti valdið því að bensínstöðvar verði tómar fyrir helgi, með tilheyrandi samgöngutruflunum. Ef verkfallið dregst á langinn hefði það meðal annars áhrif á akstur Strætó. Alma Ómarsdóttir tók saman og talaði við Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs N1 og Jóhannes Svavar Rúnarsson hjá Strætó. Staðfest andlát vegna hamfaranna í Tyrklandi og Sýrlandi eru yfir 37 þúsund. Hluti íslenska hópsins sem fór til björgunarstarfa í Tyrklandi í síðustu viku sneri aftur heim í dag.Björn J. Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir samstarfið hafa gengið vel í hræðilegum aðstæðum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, tilkynnti í dag um forsetaframboð sitt í bandarísku forsetakosningunum haustið 2024. Smyril Line er að efla brunarvarnir um borð í Norrænu til að ráða betur við bruna í rafmagnsbílum. Mjög mikill hiti myndast þegar bílar með stórum rafhlöðum brenna. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Óskar Svein Friðriksson, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi. ----- Úrskurður Landsréttar í gær um deilu Eflingar og SA gæti haft áhrif á kjaradeilur framtíðarinnar. Elín Blöndal, dósent í lögfræði við Háskólann á Bifröstsegir að miðlunartillögur hafi verið helsta vopn sáttasemjara hingað til en það verkfæri gæti reynst illnothæft. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana. Aðgerðir vegna kjaradeilu Eflingar og SA hafa ekki síst beinst að hótelum og ferðaþjónustu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir áhrifa þessara verkfalla geti gætt miklu víðar en í borginni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Ár á Nýja Sjálandi hafa breyst í stórfljót og vatn flæðir um götur í borgum og bæjum eftir að hitabeltisstormurinn Gabríella kom þar á land. Ástandið er svo slæmt að Chris Hipkins, nýr forsætisráðherra landsins, lýsti yfir neyðarástandi um allt land.