Bráðaþjónusta, heimgreiðslur í Hafnarfirði. lúxushótel við Skálafell
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Spegillinn föstudaginn 13. janúar 2023 Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Í dag var gefin út skýrsla um bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Í skýrslunni eru lagðar fram 39 tillögur að breytingum og umbótum sem hægt er að ráðast í á næstu árum á ýmsum sviðum eins og mönnun, sjúkraflutningum, þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikinn feng í þessari nýju skýrslu. Hægt sé að hrinda mörgum þeirra í framkvæmd hratt og örugglega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Willum og Jón Magnús Kjartansson, sérfræðing í bráðalækningum leiddi vinnu teymisins sem gerði skýrsluna. Foreldrar barna í Hafnarfirði sem hafa ekki fengið leikskólapláss geta sótt um heimgreiðslur upp á rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri telur mikilvægt að fjölga valkostum foreldra. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú að forsetinn Joe Biden opinberi upplýsingar um alla þá sem hafi sótt hann heim í Delaware, þar sem nokkur leyniskjöl hafa fundist undanfarnar vikur. Bandarískum yfirvöldum hafa borist yfir 350 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti síðan í mars 2021. Engar skýringar hafa fundist á um helmingi tilkynninganna. Reykjavíkurborg og félagið Berjaya Land Berhad hafa gert með sér viljayfirlýsingu um gerð skipulags fyrir Kýrhólaflóa við Skálafell þar sem félagið hyggst reisa fimm stjörnu hótel með heilsulind, baðlóni og tengdri starfsemi. Viljayfirlýsingin var kynnt í borgarráði í gær. Kristín Sigurðardóttir sagði frá. Sprenging varð í dag í gasleiðslu nærri bænum Pasvalys í norðurhluta Litháen. Snjór hefur verið fluttur í Geirsnefið við Elliðaárvog í stórum stíl að undanförnu til að greiða leið vegfarenda höfuðborgarsvæðisins. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi Reykjavíkurborgar segir að reynt sé að draga úr mengun með því að leyfa ekki að snjónum sé sturtað beint í sjóinn. Haukur Holm ræddi við hana. Varaskeifa eða Spare, ævisaga Harrys Bretaprins, hefur slegið öll sölumet. Bókin kom út á þriðjudaginn og á vef The Guardian kemur fram að bókin hafi selst í ríflega 400.000 eintökum í Bretlandi á fyrsta sólarhringnum og 1,4 milljónum eintaka ef Bandaríkin og Kanada eru talin með. Bókin seldist upp á fyrsta degi í Pennanum Eymundssyni. Hálf öld er liðin 14. janúar frá tímamóta tónleikum Elvis Presleys sem sendir voru út um gervihnött frá Hawaii til 36 landa. Talið er að allt að einn og hálfur milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi fylgst með þeim.