Ástþór Magnússon, gleymda stríðið í Mjanmar og væringar hjá evrópskum hægrimönnum
Spegillinn - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Síðar í Speglinum verður fjallað um væringarnar á hægri væng evrópskra stjórnmála sem gætu ógnað velgengni harðlínuflokka í kosningum til Evrópuþingsins, sem haldnar verða eftir hálfan mánuð. Það verður líka fjallað um gleymda stríðið í Mjanmar sem hefur geisað í þessu lokaða landi síðan herinn hrifsaði til sín völdin á ný fyrir þremur árum. En fyrst er það næstsíðasti forsetaframbjóðandinn - Ástþór Magnússon.