Ákærur vegna árásar í Bankastræti Club, rannsókn lokið á Blönduósi

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Spegillinn 10. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn Útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Tuttugu og fimm eru ákærðir í tengslum við hnífaárásina á skemmtiustaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember í fyrra. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru í málinu. Sólveig Klara Ragnarsdóttir sagði frá. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn á skotárásarmálinu á Blönduósi. Kona á sextugsaldri og maður sem réðst vopnaður inn á heimili hennar létust í árásinni. Eiginmaður konunnar særðist lífshættulega. Málið er komið til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Stéttarfélagið Efling ætlar að leita til félagsdóms vegna meintra verkfallsbrota Íslandshótela. Forsvarsmenn hótelanna þvertaka fyrir að þar séu framin verkfallsbrot og segja Eflingu heimilt að senda verkfallsverði á hótelin - en þó ekki nema tvo í einu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kínverskur loftbelgur, sem Bandaríkjaher skaut nýverið niður innan eigin lofthelgi, hafi ekki verið sérstök öryggisógn. Þingmenn hafa sumir gagnrýnt forsetann fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við. Oddur Þórðarson sagði frá. Samlegðaráhrif af samruna Íslandsbanka og Kviku yrðu töluverð og hagræðingaraðgerðir óhjákvæmilegar, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka samþykkti í gær að hefja viðræður um samruna við Kviku banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bindur vonir við að sameiningarviðræður Íslandsbanka og Kviku leiði til aukinnar hagkvæmni á fjármálamarkaði, sem skili sér til neytenda. Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Andri Yrkill Valsson tóku saman. Þá segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekki sé tímabært að taka afstöðu til hugmyndarinnar um samruna bankanna. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur Alþýðusambands Íslands í neytendamálum, samsinnir því í viðtali við Ævar Örn Jósepsson, að íslensk stórfyrirtæki séu ófeimin við að lýsa því á heimasíðum sínum, stefnuyfirlýsingum og ársskýrslum, að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Reyndin sé hins vegar önnur þegar afkomutölur þeirra eru skoðaðar á tímum síhækkandi verðlags á nauðsynjavörum og sífellt hækkandi vaxta. Framþróun á sviði gervigreindar er talin stærsta ógnin við viðskiptalíkan bandaríska tæknirisans Google. Fyrirtækið ætlar að bregðast við með útgáfu eigin gervigreindarspjallmennis. Það verður áskor