Aftakaveður á Íslandi öllu

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Podcast artwork

Aftakaveður gengur yfir allt Ísland. Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun sem nær yfir allt landið nema hluta Vestfjarða, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Veðrið gengur heldur niður seint í kvöld og nótt, en magnast svo aftur með morgninum og verður enn verra á fimmtudag, gangi spár eftir. Mikil úrkoma fylgir óveðrinu, sem eykur hættu á skriðuföllum. Björgunarsveitir höfðu þegar farið í tugi útkalla þegar þátturinn var sendur út en ekkert meiriháttar tjón hafði þá orðið á mannvirkjum og engin slys á fólki. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Runólf Þórhallsson, sviðsstjóra Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Halldór Kristinsson björgunarsveitarmann á Snæfellsnesi, Hlyn Snorrason yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri og Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing á Veðurstofu Íslands. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred