72 flóttamenn til Íslands, Ítalskar konur krefjast mannréttinda, grænlenskar konur og lykkjan

Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Yfir 70 palestínskir flóttamenn frá Gaza lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Reykjavíkurborg tekur á móti stórum hluta þeirra. Fólkinu býðst að koma í skóla- og fjölskyldumiðstöð sem koma á - á laggirnar í Reykjavík á næstu vikum. Þannig á að gefa fólki færi á að kynnast í lífinu í landinu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Sögu Stephensen og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, verkefnisstjóra fjölmenningar í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar. Konur komu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og kröfðust jafnréttis og aukinna mannréttinda. Á Ítalíu var lýst yfir kvennaverkfalli. Ásgeir Tómasson sagði frá. Á um tíu ára tímabili var sett upp getnaðarvarnarlykkja hjá um 4.500 grænlenskum konum, mörgum á barnsaldri. Þetta var gert til að stemma stigu við fólksfjölgun í landinu, Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá og talaði við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt, sem bjó um árabil á Grænlandi.