Spegillinn - Ein Podcast von RÚV

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magússon Rússlandsher drap minnst níu óbreytta borgara í Úkraínu í morgun, í mestu loftárásum í margar vikur. Íslendingur í Kyiv vaknaði við sprengjugný. Eftir nokkurra ára ferðabann hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að leyfa aftur sölu á pakkaferðum til fjörutíu landa, þar á meðal Íslands. Fyrir heimsfaraldur voru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna hér á Íslandi. Skráðum kynsegin einstaklingum fjölgaði um sjötíu og fimm prósent í Reykjavík árið 2022. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Reykjavíkurborg sem sýna einnig fram á margfalda fjölgun innflytjenda í borginni frá því á tíunda áratugnum. Stöðug mótmæli eru í Ísrael vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um hæstarétt. Á sama tíma aukast viðsjár milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Búast má við óvenju köldu veðri næstu tíu daga, hiti verður vel undir meðalhita marsmánaðar. Uppsetningu Íslensku óperunnar á verkinu Madama Butterfly er sögð rasísk í garð fólks af asískum uppruna. Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpu á laugardag. Óvissutímar í Evrópu hrista í mörgum grunnstoðum heimsálfunnar og er Evrópuráðið þar hvergi undanskilið. Ráðið var stofnað fyrir rúmum sjötíu árum síðan og nú eiga 46 aðildarríki þar sæti. Ísland fer með formennsku í ráðinu - hefur gert það síðan í nóvember á síðasta ári og formennskutímabilinu líkur í maí þegar Lettland tekur við keflinu. En hvað þýðir það? Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarétti við lagadeild Háskóla Íslands um Evrópuráð. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri fyrir botni Miðjarðarhafs um þessar mundir. Þúsundir tóku þátt í "degi andspyrnunnar" þar sem mótmælt var umdeildu stjórnarfrumvarpi um breytingar á hæstarétti landsins. Fundir voru haldnir víða um land og margir tóku þátt í að trufla umferð á helstu umferðaræðum landsins. Einnig tókst andófsfólkinu að loka leið að Ben Gurion alþjóðaflugvellinum í Tel Aviv. Með því var ætlunin að tefja fyrir brottför Benjamíns Netaníahús forsætisráðherra og eiginkonu hans í opinbera heimsókn til Ítalíu. Umferð komst ekki á að nýju fyrr en um fjögurleytið að staðartíma. Ásgeir Tómasson tók saman. Frændur okkar Norðmenn eru hrifnir af vindorku og telja hana álíka arðbæra og vatnsorku. Samt fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem mótmæla og vilja ekki að sjóndeildarhringurinn sé þakinn vindmyllum hvert sem litið er. En vindorkan skila hagnaði. Gísli Kristjánsson tók saman.