Titringur í norsku ríkisstjórninni og metoo
Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Tvisvar í haust hafa forystukonur í norsku ríkisstjórninni orðið að fara í skyndi úr heimsóknum á Íslandi til að bjarga stjórninni frá að liðast í sundur í orðaskaki og deilum. Núna varð Trine Skei Grande að yfirgefa me-too-ráðstefnuna í Hörpu til að stilla til friðar heima. Gísli Kristjánsson sagði frá. Annar dagur alþjóðlegu Metoo ráðstefnunnar í Hörpu var í dag. Hún er haldin í tilefni þess að tvö ár eru um þessar mundir liðin frá því að Metoo bylgjan fór af stað. Og það var mikið rætt, spáð og spekúlerað í dag í alls kyns málstofum. Anna Soffía Víkingsdóttir félagsfræðingur og júdókona frá Akureyri og Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent eru á meðal 800 þátttakenda, voru reyndar saman í einni málstofunni og héldu þar erindi. Kristján Sigurjónsson talaði við þær.