Samgöngusáttmáli undirritaður og 100 sagt upp hjá Arion
Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í daga. Undir hann skrifaði ríkið og bæjarstjórar allra sveitarfélaganna sex á höfðuborgarsvæðinu. Samkomulagið hljóðar upp á að 120 milljörðum verði varið til samgönguframkvæmda á næstu15 árum eða fram til árins 2033. Hlutur ríkisins verður 45 milljarðar og sveitarfélaganna 15 milljarðar. 60 milljarða á að afla með sérstakri fjármögnun. Hún felst meðal annars í endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Inga Jóhannsson. Hundrað starfsmenn Arions banka misstu vinnuna í dag. Fleiri hafa ekki misst vinnuna í einu hjá fjármálafyrirtæki síðan haustið 2008. Hugsanlega verður árið í ár stærsta hópuppsagnaárið frá hruni. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að botninum sé ekki alveg náð. Hún skrifar hópuppsagnirnar nú á efnahagsástandið og aukna sjálfvirknivæðingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Unni Sverrisdóttur.