Músikþerapía á Landakoti. Vindmyllutækifæri.

Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV

Starfsfólk á lokaðri deild Landakotsspítala fyrir fólk með heilabilun segir þörf sjúklinga fyrir lyfjagjöf hafa minnkað eftir að farið var af stað með tónlistarmeðferðarstundir á deildinni. Daglegt nudd hafi líka gefið góða raun. Arnhildur Hálfdánardóttir fylgdist með músíkþerapíu og ræddi við Önnu Herdísi Pálsdóttur, aðstoðardeildarstjóra á deildinni og Þóru Gunnarsdóttur deildarstjóra. Hópur vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að pláss sé fyrir 11 milljónir vindmylla í Evrópu. Útreikningar þeirra sýna að þær gætu framleitt meiri orku en áætlað er að framleidd verði á heimsvísu 2050. Arnar Páll Hauksson fjallar um nýja skýrslu.