Leyfikerfi þung í vöfum, kosningar í Bretlandi og loftslagsráðstefna
Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson. Skýrar línur - það er útkoman úr bresku þingkosningunum í gær. Íhaldsflokkurinn fær kláran meirihluta, tæplega 44 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn 32 prósent. Slæm útreið Verkamannaflokksins þýðir að nú fer orka þess flokks á næstunni í leiðtogakjör, ekki í landsmálin og stjórnarandstöðu. Sigrún Davíðsdóttir þú hefur fylgst með kosningunum en heyrum fyrst lokaorð Borisar Johnsons í morgun þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu. Lokadagur tuttugustu og fimmtu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd er runninn upp en viðræðum er hvergi nærri lokið. Helga Barðadóttir, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Loftslagssamningnum og starfsmaður umhverfisráðuneytisins, segir að þrátt fyrir að enn sé deilt um það sama og í Katowice í fyrra hafi náðst ákveðinn árangur í Madríd. Það liggi betur fyrir um hvaða atriði ríki séu ósammála. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Helgu Barðadóttur.