Flugvöllur úr Vatnsmýrinni, Hillsborough slysið og kóalabirnir

Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV

Ríki og borg skrifuðu undir samkomulag í gær um að hafnar verði nauðsynlegar rannsóknir til að ganga úr skugga um hvort mögulegt eða fýsilegt er að leggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Þar yrði aðsetur innanlandsflugs og kennslu og æfingaflugs. Jafnfram myndi hann gegn hlutverki varaflugvallar. Hvassahraun myndi taka við af flugvellinum í Vatnsmýrinni en það yrði þó ekki fyrr en eftir nærri 20 ár. Arnar Páll Hauksson talaði við Njál Trausta Friðbertsson. Fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi, David Duckenfiled, var í gær sýknaður af ákæru um manndráp og stórfellda vanrækslu í starfi, þegar 96 fórust og 766 slösuðust á Hillsborough knattspyrnuvellinum í Sheffield fyrir 30 árum. Aðstandendur hinna látnu eru miður sín og segja að enn hafi enginn verið dæmdur og látinn sæta ábyrgð. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Kóalabirnir eru ekki í útrýmingarhættu. Þeir hafa enn vægi í vistkerfinu. Þeim er viðbjargandi. Vísindamenn hafa síðustu daga hrakið fréttir þess efnis að tegundin sé á vonarvöl, því sem næst útdauð. Þetta þýðir samt ekki að þetta einkennisdýr Ástralíu standi vel. Klamidía, Dingó-hundar, Loftslagsbreytingar, Búsvæðaeyðing. Að tegundinni steðja ýmsar ógnir og framtíðarhorfurnar eru slæmar verði ekki brugðist við. Arnhildur Hálfdánardóttir