Fleiri hleðslustöðvar, starfslok Jóhanns og Elizabeth Warren
Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Horfur er á að á næstunni verðir settar upp yfir 150 hleðslustöðvar víðs vegar um landið. Þetta er niðurstaðan eftir að stjórnvöld auglýstu styrki til að koma upp hleðslustöðvum. Alls bárust umsóknir um að setja upp hraðhleðslustöðvar fyrir tæpa 2 milljarða króna. Tilkynnt verður um miðjan október hverjir fá styrki. Arnar Páll Hauksson. „Fyrsta árið var svolítið skrítið, það vantaði svolítið inn í tilveruna.“ Svona lýsir Jóhann Gunnarsson, þeim tímamótum að hætta að vinna. Þetta vandist með tímanum og hann þakkar það ekki síst þátttöku í Körlum í skúrum, verkefni á vegum Rauða krossins. Skúrinn er við Helluhraun í Hafnarfirði og þangað geta karlar á öllum aldri komið og sinnt ýmsum verkefnum. Arnhildur Hálfdánardóttir hitti Jóhann í skúrnum. Elizabeth Warren er einna líklegust til að mæta Donald Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Trump kallar hana iðulega indjánann eða Pókahontas eftir amerísku frumbyggjakonunni frá sautjándu öld sem öðlaðist heimsfrægð í túlkun Disney í teiknimynd frá 1995. Pálmi Jónasson segir frá.