Erindi Pence til Ísland. Indverjar á tunglið og lyfjaskortur
Spegillinn - Hlaðvarp - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Prófessor í sagnfræði segir að heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands sé ekki bara kurteisisheimsókn. Bandaríkjamenn vilji gera sig meira gildandi í stórveldapólitíkinni á norðurslóðum og vilji ræða stöðu Íslands í því samhengi. Arnar Páll Hauksson ræðir við Guðmund Hálfdánarson.oooooo Indverska geimfarið (Sjandrían tvö) Chandrayaan-2 lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Fimmtíu ár eru síðan Neil Armstrong steig fyrstu manna fæti á tunglið. Lítið skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Pálmi Jónasson segir frá.00000 Rúmlega áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari segir það geta verið fólki mjög erfitt að fá ekki rétt lyf og geti beinlínis verið hættulegt. Eitt lyf er ófáanlegt vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en algengari ástæða lyfjaskortsins virðist vera sú að erlendum lyfjaframleiðendum finnst eftirsóknaverðara að leita inn á stærri markaði en Ísland. Kristín Sigurðardóttir talar viðp Aðalstein Jens Loftsson.