Jólabókaflóðið beint í bílinn

Sölkuvarpið - Ein Podcast von Sölkurnar

Bókaflóðið beint í bílinn var kynning á bókum Sölku. Þar kynntu höfundar Sölku bækurnar sínar og lásu upp úr þeim í glugganum á verslun Sölku. Dagskránni var útvarpað samhliða líkt og um bílabíó væri að ræða. Freyr Eyjólfsson, hinn landskunni útvarpsmaður, stjórnaði útsendingunni. Höfundar Sölku sem kynntu bækurnar sínar voru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir með Vertu þú, Pálmar Ragnarsson með Samskipti, Sólveig Pálsdóttir með Klettaborgina, Lóa Hjálmtýsdóttir með Grísafjörð, Nína Björk Jónsdóttir með Íslandsdætur, Edda Hermannsdóttir með Framkomu og Erla Björnsdóttir með Svefnfiðrildin.