Vitar

Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV

Vitar eru sérhönnuð og sérstök mannvirki sem látin voru lýsa sæfarendum leið áður en tæknin gerði þá úrelta. Þessi háhýsi sem oftar en ekki standa berskjölduð úti í náttúrunni þurftu á sínum verndurum og gæslumönnum að halda. Hvernig fólk tók að sér að búa í mikilli einangrun við vitavörslu? Við rannsökum vita víðsvegar um landið í þessum þætti og fáum að klappa einum sem dregur til sín ferðamenn í óþökk nágranna í miðjum Hafnarfirði. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Dagur Gunnarsson.