Sunnuhlíð, kindasögur og stríðsminjar

Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV

Í þættinum í dag förum við í heimsókn í verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri og spjöllum við nokkra verslunareigendur og viðskiptavini. Við setjumst líka niður með höfundum bókarinnar Kindasögur og forvitnumst um hvað er svona merkilegt við sauðfé. Hittum einnig sögukennara á Akureyri sem hefur farið ótal ferðir upp í Hlíðarfjall og fundið þar ýmsar minjar úr stríðinu. Efni í þáttinn unnu Bjarni Rúnarsson, Gígja Hólmgeirsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.