Sumar: Tréð Margrét. Borgarnes borðar saman. Skógarbóndi fyrir austan.
Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram, þar sem týnt er til efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Í þessum sjöunda þætti verður rifjuð upp heimsókn inn í Kjarnaskóg þar sem dáðst var að tignarlegri hengibjörk sem ber nafnið Margrét, eða jafnvel Frú Margrét. Í þættinum verður einnig rifjuð upp umfjöllun um áhugavert samfélagsverkefni í Borgarnesi sem nefnist Borgarnes borðar saman. Að lokum verður endurflutt viðtal við skógarbónda á Austurlandi þar sem fræðst var um könglasöfnun og frætýnslu. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirdsóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.