Sumar: Sauðfjárvaktin, Sögumiðstöðin, Óðinn Eddy
Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Það er komið að áttunda og næstsíðasta þættinum í sumarþáttaröð Sagna af landi, þar sem endurflutt hafa verið valin innslög frá liðnum vetri fyrir hlustendur að njóta í sumar. Við heyrum aftur umfjöllun Margrétar Blöndal um Sauðfjárverndina, skreppum til Grundarfjarðar í fylgd með Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur þar sem hún ræðir við Inga Hans Jónsson. Að lokum forvitnumst við um líf og störf þúsundþjalasmiðsins Óðins Eddy Viðarssonar en hún Halla Ólafsdóttir rakst á Óðinn þegar hann var staddur í Tunguskógi á Ísafirði. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.