Snjóflóð á Reykhólum, mat á snjóflóðahættu í dreifbýli
Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Við rifjum upp snjóflóð sem féll á bæinn Grund í Reykhólasveit þann 18. janúar 1995. Flóðið lenti á útihúsum bæjarins þar sem tveir feðgar sinntu skepnum sínum. Faðirinn lést en sonurinn bjargaðist úr flóðinu tæpum tólf tímum síðar. Við hittum bræðurna Unnstein Hjálmar, sem lenti í flóðinu, og Guðmund Ólafssyni sem bjuggu á bænum þegar snjóflóðið féll og búa enn. Við höldum svo norður í land þar sem við hittum feðgana Svein Brynjólfsson og Brynjólf Sveinsson sem að vinna nú að því að meta snjóflóðahættu í dreifbýli landsins fyrir Veðurstofu Íslands. Umsjón: Halla Ólafsdóttir