Skíðavikan á Ísafirði. Flakkað um Mývatnssveit

Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV

Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um skíðavikuna á Ísafirði, sem nú hefur verið aflýst í þriðja sinn í sögu hátíðarinnar. Flutt verða viðtöl úr safni Ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um upphaf Skíðavikunnar á Ísafirði. Þar heyrum segja frá þau Jónu Símonínu Ásgeirsdóttur og Odd Pétursson. Í seinni hlutanum er flakkað um Mývatnssveit þar sem heimsóttir verða þrír heimamenn, þau Ólöf Hallgrímsdóttir bóndi í Vogum, Jóhanna Jóhannesdóttir kennari og lýðheilsufræðingur og Ólafur Þröstur Stefánsson skrúðgarðyrkjumeistari og ferðaþjónustuaðili. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.