Kulnun. Harðfiskverkun. Stangveiði.
Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Í Sögum af landi í dag verður rætt við Ingu Dagnýju Eydal um nýútkomna bók hennar, Konan sem datt upp stigann, en þar segir hún sögu sína og upplifun af kulnun. Í þættinum verður einnig slegið á þráðinn til Helgu Björgu Eiríksdóttur og spjallað við hana um harðfiskverkun sem komin er á fullt á Borgarfirði eystri. Auk þess verður rætt við fiskifræðinginn og stangveiðimanninn Erlend Steinar Friðriksson um vorið og komandi stangveiðitíma. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Úlla Árdal og Ágúst Ólafsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir