Hilmar Friðjónsson kennari og Verslunarminjasafnið á Hvammstanga

Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV

Í þættinum verður fjallað um kennslu og verslunarsögu. Við hefjum þáttinn á spjalli við stærðfræðikennarann Hilmar Friðjónsson, sem lagt hefur áherslu á að þróa nýjar og óhefðbundnar leiðir til að auðvelda nemendum stærðfræðinámið. Í lok þáttar er svo ferðinni heitið á Hvammstanga þar sem við fræðumst um Verslunarminjasafnið þar í bæ. Það er Þuríður Þorleifsdóttir staðarhaldari sem leiðir okkur um safnið en þar er fjallað um verslunarsögu Hvammstanga og hægt að versla handverk af heimafólki. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.