Fylgjendur handboltalandsliðs, skíðagöngukappi og bankahús
Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Þegar handboltinn hefur hresst við landann í faraldri, skammdeginu og janúarveðráttunni hittum við Hlyn Jóhannsson, sem hefur ásamt hópi fólks á Akureyri, lagt mikið á sig til að styðja við íslenska karlalandsliðið í handbolta. Við hittum Snorra Einarsson, skíðagöngukappa, og sambýliskonu hans, Elínu Mörtu Eiríksdóttur og heyrum af undirbúningi Snorra fyrir vetrarólympíuleikana en einnig af nýju heimili þeirra í gamla Landsbankahúsinu á Ísafirði. Innslög í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir