Amman í búningunum. Út á túni. Kór eldriborgara á Höfn í Hornafirði.
Sögur af landi - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Í þættinum er rætt við Eygló Egilsdóttur í Borgarnesi. Þegar barnabörnin hennar urðu að fara í sóttkví brá hún á það ráð að klæða sig upp sem allskonar furðuverur og banka á gluggann þeirra á hverjum degi. Bæði til að hafa ofan af fyrir þeim og sjálfri sér. Við sláum einnig á þráðinn til bóndans Sigrúnar Júníu Magnúsdóttur og forvitnumst um hlaðvarpsþáttinn Út á túni. Að lokum verður rifjað upp innslag sem flutt var í þessum þætti sumarið 2019, þar sem rætt var við meðlimi kórs eldri borgara á Höfn í Hornafirði um lífið og tilveruna. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Úlla Árdal og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir