Þægilega dofinn - Grétar

Í dag ræði ég við Grétar Þorgeirsson Grétar á langa edrúgöngu sem er þyrnum stráð. Hann ræðir við mig á afar einlægan hátt um áföll sem bæði hafði áhrif á hans allkóhólisma og svo á hans bata. " Það er ekki hvernig ég er sleginn niður, heldur hvernig ég fer á fætur aftur" sagði hann um reynslusögu sína. Það er einnig afar áhugavert þegar Grétar ræðir það hvernig hann féll. Hann virðist afar meðvitaður um það hugarástand sem á sér stað í fallinu. Ótrúlega gefandi að hlusta á Grétar Þoreirsson og ég er töluvert ríkari eftir spjall mitt við hann. Grétar Þorgeirsson er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.